Fjarnám á háskólastigi

Samstarfsverkefni HA og Miðstöðvar símenntunar

12.1.2019

Háskólinn á Akureyri og Miðstöð símenntunar í Hafnarfirði eru í samstarfi um fjarnám á háskólastigi á höfuðborgarsvæðinu. Háskólinn á Akureyri skipuleggur fjarnámið og ber á því faglega ábyrgð. Miðstöð símenntunar leggur til náms- og starfsaðstöðu með nettengingu fyrir nemendur í Hafnarfirði, miðlar upplýsingum og gögnum til þeirra og annast tæknilega umsjón vegna fjarkennslu og prófahald.
Skólaárið 2020 - 2021 eru prófað í námsgreinum sem kenndar eru við HA. Fjarnám er ýmist stundað sem fullt nám samhliða dagskóla eða nám sem er sniðið að þörfum þeirra sem stunda fjarnám samhliða starfi. Nánari upplýsingar um fjarnám Háskólans á Akureyri eru veittar hjá viðkomandi deildum (s. 460 8000) og einnig má finna upplýsingar um námið á www.unak.is

PRÓFAGJÖLD FJARNEMA VORÖNN 2021

  • Próf vor 2021 3.900 kr. fyrir hvert próf að hámarki þrjú próf
  • Gjald vegna sjúkra- og endurtökuprófa vor 2021 er kr. 3.900- fyrir hvert próf
  • Prófgjald utan hefðbundins próftíma (símatspróf) er kr. 3.900 kr. fyrir hvert próf
  • Prófgjald fyrir fjarnema sem flytja próf síns til Hafnarfjarðar er kr. 3.900- fyrir hvert próf

Gengið er inn að aftan upp á 2. hæð. 

 

 


Námsflokkar Hafnarfjarðar - Miðstöð símenntunar | Menntasetrið við Lækinn | 220 Hafnarfirði | Sími 585 5860