Aðstaða til fjarfunda og námskeiðahalds

15.1.2018

Miðstöð símenntunar býður einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum að leigja aðgang að notkun fjarfundabúnaðar til hvers konar samskipta, fundahalda eða kennslu. Í samstarfi við Háskólann á Akureyri og fleiri aðila hefur skapast góð reynsla af notkun þessarar tækni bæði til fundahalds og kennslu.

Nýtist bæði til samskipta innanlands sem á milli landa. Með þessu móti sparast mikill tími, jafnframt því sem draga má verulega úr ferðakostnaði og ná fram aukinni hagræðingu. Einnig er í boði að leigja aðstöðu til námskeiðahalds skv. nánara samkomulagi.  Verið velkomin í heimsókn til okkar og kynnið ykkur málið nánar.


Námsflokkar Hafnarfjarðar - Miðstöð símenntunar | Menntasetrið við Lækinn | 220 Hafnarfirði | Sími 585 5860