Námskeiðin

Skráning á námskeið er hafin.


Markmið

Námskeiðin eru til þess fallin að opna nýja möguleika fyrir fólk, gleðja og veita ánægju í samskiptum. Margir aðilar leggja nú aukna áherslu á félagsheilsu. Hugtakið felur í sér ánægju og jafnvel hamingju fólks við að móta samfélagið til góðs. Ánægt fólk sinnir öðrum oft betur, er orkumikið og því stuðlar ánægja að hagvexti og velferð.

Úrval

Það er alltaf ákveðið grunnframboð af tungumálanámskeiðum. Fólk sem flytur til landsins vill læra íslensku og auk hennar eru í boði önnur tungumál sem að opna nemandanum nýja möguleika og víddir í tilverunni.

Sköpun

Við bjóðum upp á námskeið sem virkja sköpunarkraft manneskjunnar.

Vellíðan

Við gerum okkar til þess að bjóða námskeið sem hjálpa fólki að kynnast nýju og njóta sín betur í tilverunni.

Tilgangur

Hví ekki að hafa markvissan áhuga á eigin lífi og reyna þetta og hitt sér til ánægju og framdráttar.


Námsflokkar Hafnarfjarðar - Miðstöð símenntunar | Menntasetrið við Lækinn | 220 Hafnarfirði | Sími 585 5860