Ávaxtatré, ræktun og klipping

Garðyrkjunámskeið

Lokað fyrir skráningu

 • Staðsetning: Skólabraut
 • Dagsetning: 24. febrúar 2020 - 26. febrúar 2020
 • Tími: 19:00 - 21:00
 • Verð: 9.900 kr.
 • Bókunartímabil: 21. janúar 2020 - 24. febrúar 2020
 • Nánar:

  Ávaxtatré, ræktun og klipping Mánudag 24. febrúar og miðvikudag 26. febrúar. kl. 19.00 – 21.00.  Verð kr. 9.900-

  Fjallað er um gróðursetningu, klippingu og umhirðu helstu ávaxtatrjáa sem þrífast á Íslandi, en það eru epli, perur, plómur og kirsuber. Helstu efnisatriði námskeiðsins eru yrki, jarðvegur, skjól, áburður og vökvun ásamt uppbindingu, frjóvgun og grisjun blóma og aldina. Sýndar verða teiknaðar skýringarmyndir og einnig ljósmyndir af íslenskum ávaxtatrjám.

  Á námskeiðinu er einnig fjallað um:

  • Ágræðslustað, undirlag/rót
  • Val á afbrigðum - Fjölskyldutré
  • Vorklippingu trjánna og sumar „klípingu“
  • Meindýr og sjúkdóma
  • Jarðvegur og vaxtaraðstæður, næringu, pH og vökvun
  • Uppbindingu, vaxtarstýringu og veggtré
  • Hugtakið hitasumma er útskýrt, en hitasumman er reiknuð frá þeim degi sem vöxtur getur hafist af fullri alvöru

  Ávinningur þinn:

  Aukin færni í ræktun og umhirðu ávaxtatrjáa, meiri þekking á afbrigðum sem reynst hafa vel á Íslandi. Meiri þekkingu á öllum vaxtarþáttum, s.s. hita og kulda, áburði, pH skjóli og vökvun.

  Þátttakendum bjóðast bækurnar Garðverkin og Trjáklippingar á tilboðsverði.

  Kennsla:

  Steinn Kárason garðyrkjumeistari og M.Sc. í umhverfisfræðum. Hann hefur í áratugi kennt við Garðyrkjuskólann, Háskólana á Akureyri og Bifröst m.a. um garðyrkju, umhverfis- og auðlindahagfræði og haldið fyrirlestra víða um land.

   

Lokað fyrir skráningu


Námsflokkar Hafnarfjarðar - Miðstöð símenntunar | Menntasetrið við Lækinn | 220 Hafnarfirði | Sími 585 5860