Dagforeldra-námskeið

8.8.2017

Á vorönn 2018 verður á vegum Miðstöðvar símenntunar í Hafnarfirði boðið upp á starfsréttindanámskeið fyrir verðandi dagforeldra samkvæmt gildandi reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum.

Áformað er að námskeiðið hefjist í byrjun mars ef næg þátttaka næst.

Markmiðið með námskeiðinu er að veita hnitmiðaða og vel uppbyggða fræðslu um m.a. uppeldi og umönnun barna, þarfir þeirra og þroska, barnasjúkdóma, slys í heimahúsum og fyrstu hjálp, eldvarnir og öryggi barna.

Ath!  Námskeiðið er einnig í boði fyrir staði á landsbyggðinni í formi fjarfunda ef þess er óskað.  Allar nánari upplýsingar um námskeiðið veittar á skrifstofu skólans.

Þá verður einnig boðið upp á upprifjunarnámskeið á haustönninni fyrir starfandi dagforeldra: í skyndihjálp, í eldvörnum, í umönnun og uppeldi yngstu barna og málörvun barna. 

Skráning fer fram hjá dagvistunarfulltrúum sveitarfélaga.

 


Námsflokkar Hafnarfjarðar - Miðstöð símenntunar | Menntasetrið við Lækinn | 220 Hafnarfirði | Sími 585 5860