Dagforeldra-námskeið
Á haustönn 2019 verður á vegum Miðstöðvar símenntunar í Hafnarfirði boðið upp á starfsréttindanámskeið fyrir verðandi dagforeldra samkvæmt gildandi reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum.
Áformað er að námskeiðið hefjist í október ef næg þátttaka næst. Nánari upplýsingar veitir Sigrún Ósk Bjarnadóttir, netfang: sigrunosk@hafnarfjordur.is og í síma 892-2092.
Markmiðið með námskeiðinu er að veita hnitmiðaða og vel uppbyggða fræðslu um m.a. uppeldi og umönnun barna, þarfir þeirra og þroska, barnasjúkdóma, slys í heimahúsum og fyrstu hjálp, eldvarnir og öryggi barna.
Allar nánari upplýsingar um námskeiðið veittar á skrifstofu skólans.
Þá verður einnig boðið upp á upprifjunarnámskeið á haustönninni fyrir starfandi dagforeldra: í skyndihjálp og í eldvörnum.
Skráning fer fram hjá dagvistunarfulltrúum sveitarfélaga.